Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vefurinn

Hver er besti dagur vikunnar til að auglýsa á netinu?

Stutta svarið er: miðvikudagur.

Langa svarið er: fer eftir markhóp.

Í lok árs 2010 þá gaf Bizo út frábært graffískt minnisblað titlað „The Best Days to Advertise to Business Professionals“. Með því að greina auglýsingarherferðir birtar 85 milljónum fag-einstaklingum fundu þeir út að mismunandi dagar vikunar væri árangursríkari en aðrir og bestu daganir til að auglýsa fari mjög eftir atvinnugrein þeirra markhóps sem auglýsingin væri ætluð.

Þessi rannsókn er mjög áhugaverð og þótt hún hafi verið framkvæmd sérstaklega fyrir auglýsingar á vefsíðum þá hlítur hún að eiga líka við vefpóst markaðsetningu (e. email marketing).

Annað áhugavert við þessa rannsókn er að þeir mældu niðurstöðurnar eftir viðbrögðum (þ.e, hvort lesandi geri það sem auglýsingin bað hann um, t.d eins og að skrá sig á ráðstefnu) í staðinn fyrir flest aðrar svipaðar rannsóknir sem mæla niðurstöður eftir fjölda smella eða síðu birtinga. Furðulega, þá eru laugardagar árangursríkastir fyrir fólk sem vinnur í fasteignabransum og sunnudagur fyrir fólk sem rekur lítil fyrirtæki. Burt frá séð innan hvaða atvinnugreinar, þá eru mánudagar og föstudagar verstu dagar vinnuvikunnar til að auglýsa á, eins og kannski mörgum hafði grunað. Allar niðurstöðurnar úr rannsókninni eru birtar hér.

Aðalatriði mun hinsvegar ekki breytast: til þess að fá sem mest út úr markaðsetningu á netinu þá þarf innihald auglýsingarinnar og afhendingartímar að vera skiptir og beindnir að mismunandi hópum inn í hverjum markhóp. Til þess að mæla árangur auglýsinga á netinu, þá er mikilvægt að hafa réttu mælingartólin.

RF Miðlun - Markaðssetning á netinu og veflausnir fyrir ferðaþjónustu


Super Bowl auglýsingin

Síðastliðinn laugardag hafði Birgir Hilmarsson tónlistarmaður samband við mig vegna ráðgjöfunar til leitarvélarbestunar. Birgir, sem hefur lengst unnið með íslensku hljómsveitinni Ampop, sérhæfir sig í gerð tónlistar fyrir auglýsingar í sjónvarpi og útvarpi. Hann hefur samið tónlist fyrir fjölda auglýsinga sem hafa verið sýnd út um allan heim, þ.á.m auglýsingar fyrir IKEA, Nike og Toyota. Nýlega valdi tæknirisinn Motorola eitt af verkum hans til  fylgdar auglýsingu fyrir Motorla Zoom Android spjald tölvuna en sú auglýsing var frumdsýnd á meðan úrslitaleikurinn í Bandarísku ruðningsdeildinni (NFL Super Bowl) stóð yfir. Super Bowl er einn vinsælasti sjónvarpsviðburðurinn í Bandaríkjunum og áætlað er að yfir 105 milljónir manna hafi séð auglýsingunum sem prýddi laginu hans Bigga.

Þetta svakalega tækifæri bauð upp allskonar skemmtilega sóknarmöguleika fyrir Birgir til að ná til bandarískra auglýsingastofa og tónlistarneytanda. Ég ráðlagði honum hvaða leitarorð og leitarorðasamsetningar væru líklegastar til þess að verða sláðar inn á leitarvélar eins og Google eftir að fólk hafði séð auglýsinguna, þ.á.m leitir af uppruna lagsins sem notað var í auglýsingunni. Saman útbjuggum við lista yfir hugsanleg lykilorð:

* motorola xoom* motorola xoom commercial* motorola xoom ad* motorola advert* motorola xoom ad music* motorola xoom music* motorola xoom track* motorola xoom song* motorola xoom android tablet* superbowl* superbowl commercial* superbowl song* superbowl track* superbowl music* superbowl ad* superbowl advertisement* biggi* hilmars* biggis waltz* biggi waltz* ponds* icelandic music* icelandic* ad music* xoom track* xoom music* xoom ad* xoom commercial* xoom song

Í kjölfarið setti hann auglýsinguna inn á myndbandsíðurnar YouTube og Vimeo og inn á tónlistarsíðurnar Bandcamp.com og Soundcloud með öll lykilorðin tengd við hverja síðu. Hann tók skýrt fram á hverri síðu hver hafði samið lagið við auglýsinguna og link inn á heimasíðuna sína. Síðan ráðfærði ég honum að breyta metadata upplýsingunum inn á heimasíðunni sinni þannig að ef einhver skyldi leita af lykilorðum eins og „motorola xoom ad music“ þá mundi siðan hans koma upp í þannig leitum, þ.e.a.s eftir youtube, vimeo, bandcamp og soundcloud. Ég resubmittaði einnig veftréinu hans á ný inn á Google svo að ný útgáfa af vefsíðunni hans væri skráð inn.

Á mánudaginn setti hann lagið til sölu inn á bandcamp.com og síðast þegar ég heyrði frá honum þá hafði hátt í 100 manns keypt lagið af honum, og þar af leiðandi skoðað aðra tónlist sem hann hefur samið í leiðinni. Lagið fékk líka svakalega mikla athygli inn á youtube en það komst í 10. sæti í Bretlandi yfir þau vinsælustu á síðunni í gær.

Saman spennist þetta upp í stóra herferð sem má einungis kalla super-markaðsetning. 22000% auking varð á traffík á heimasíðu hans, biggihilmars.com vegna auglýsingarinnar.

Undirbúningurinn við gerð lykilorðana, uppfærslu á heimasíðunni og breytingar á metadata upplýsingum voru lykilatriði til þess að koma myndbandinu á framfæri svo að sem flestir hefðu aðgang af efninu með nokkrum einföldum lykilorðum eftir að hafa heyrt það í sjónvarpi.

RF Miðlun - Markaðssetning á netinu og veflausnir fyrir ferðaþjónustu


Upphafið af RF Miðlun

Hugmyndin að RF Miðlun kviknaði seint á árinu 2010 á ferðalagi um Íslands, nánar tiltekið á Suðurlandi. Suðurlandið nýtur mikilla vinsælda meðal erlenda ferðamanna m.a. vegna fjölda þekktra örnefna og vinsæla ferðamannastaða. Það er fjöldi gististaða á svæðinu sem bjóða upp á fjölbreyttar aðstæður fyrir ferðamenn en það sem kom mér mest á óvart var hversu erfitt var að finna staðina á rafrænan hátt. Eftir að hafa heimsótt ferðamannasvæði staðsett í Skotlandi, Þýskalandi, Króatíu og Ítalíu þá hef ég treyst á svokallaða snjallsíma (e. smartphones) til að lýsa mér leið í gegnum landið. Slíkir símar eru tengdir við 3G Internet og ferðamenn geta því nálgast upplýsingar um hvar þeir eru, hvað þar er að sjá og hvað það kostar.

Mér til mikilla undrunar þá var alls ekki jafn einfalt að nálgast rafrænar upplýsingar á Íslandi eins og í öðrum löndum í Evrópu. Það var svolítið eins og það væri búið að leggja minni áherslu á rafrænar upplýsingar heldur en prentað efni. Bæklingar, kort og upplýsingaskilti eru mjög algeng um allt Ísland og oft er innihald slíkt efnis mjög vandað. Þannig efni á einnig heima á veraldarvefnum. Það er ódýrara að hýsa þar, fleiri hafa aðgang af því (bæði fyrir ferðalagið sitt, á meðan því stendur, og á eftir) og það er einfaldara að uppfæra efnið ef svo til koma skal. Þegar málið var nánar skoðað á hefðbundni tölvu, þá voru heimasíður þeirra fyrirtækja sem buðu upp á gistingu eða afþreyingu á þessu svæði (ásamt öðrum svæðum á landinu) afar frumstæðar. Sumar þeirra buðu einungis upp á val um 1 tungumál (annahvort bara ensku eða íslensku), aðrar höfðu ekki verið uppfærðar frá 2004 og sumar höfðu litlar sem engar gagnlegar upplýsingar upp á að bjóða (t.d um kostnað, staðsetingu, og fleira). Að sjálfsögðu voru sumar heimasíður mjög vandaðar en það voru síður sem að ég hafði rekist á í snjallsímanum mínum á meðan ferðalagi mínu stóð, og það voru þeir staðir sem ég endaði með að heimsækja.

Vandaðar heimasíður skila betri árangri fyrir fyrirtæki. Eins og staðan er 2011, þá er mikil umfjöllun og umræða um mikilvægi Internetsins sem markaðsetningartól. Sum fyrirtæki standa mjög framarlega þegar kemur að sinni vefsíðu og fyrir það fá þau samkeppnisforskot, því vel hannaðar vefsíður með vönduðu innihaldi á fjölda tungumála koma ofarlegra upp í leitarvélum og á ferðasamfélagsvefum. Þau fyrirtæki sem bjóða upp á takmarkaða heimasíðu ná einungis til takmarkaðans markhóps og því er Internetið sem markaðsetningartól gagnlaust ef að vefsíðan er ekki vönduð til að byrja með.

RF Miðlun - Markaðssetning á netinu og veflausnir fyrir ferðaþjónustu


Höfundur

Ragnar Ægir Fjölnisson
Ragnar Ægir Fjölnisson
Ragnar Fjölnisson útskrifaðist frá SAE tækniháskólanum í Glasgow árið 2010 og er eigandi RF Miðlun. Ragnar sérhæfir sig í veflausnum fyrir ferðaþjónustufyrirtæki.

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband