14.3.2011 | 17:16
Super Bowl auglýsingin
Síðastliðinn laugardag hafði Birgir Hilmarsson tónlistarmaður samband við mig vegna ráðgjöfunar til leitarvélarbestunar. Birgir, sem hefur lengst unnið með íslensku hljómsveitinni Ampop, sérhæfir sig í gerð tónlistar fyrir auglýsingar í sjónvarpi og útvarpi. Hann hefur samið tónlist fyrir fjölda auglýsinga sem hafa verið sýnd út um allan heim, þ.á.m auglýsingar fyrir IKEA, Nike og Toyota. Nýlega valdi tæknirisinn Motorola eitt af verkum hans til fylgdar auglýsingu fyrir Motorla Zoom Android spjald tölvuna en sú auglýsing var frumdsýnd á meðan úrslitaleikurinn í Bandarísku ruðningsdeildinni (NFL Super Bowl) stóð yfir. Super Bowl er einn vinsælasti sjónvarpsviðburðurinn í Bandaríkjunum og áætlað er að yfir 105 milljónir manna hafi séð auglýsingunum sem prýddi laginu hans Bigga.
Þetta svakalega tækifæri bauð upp allskonar skemmtilega sóknarmöguleika fyrir Birgir til að ná til bandarískra auglýsingastofa og tónlistarneytanda. Ég ráðlagði honum hvaða leitarorð og leitarorðasamsetningar væru líklegastar til þess að verða sláðar inn á leitarvélar eins og Google eftir að fólk hafði séð auglýsinguna, þ.á.m leitir af uppruna lagsins sem notað var í auglýsingunni. Saman útbjuggum við lista yfir hugsanleg lykilorð:
* motorola xoom* motorola xoom commercial* motorola xoom ad* motorola advert* motorola xoom ad music* motorola xoom music* motorola xoom track* motorola xoom song* motorola xoom android tablet* superbowl* superbowl commercial* superbowl song* superbowl track* superbowl music* superbowl ad* superbowl advertisement* biggi* hilmars* biggis waltz* biggi waltz* ponds* icelandic music* icelandic* ad music* xoom track* xoom music* xoom ad* xoom commercial* xoom song
Í kjölfarið setti hann auglýsinguna inn á myndbandsíðurnar YouTube og Vimeo og inn á tónlistarsíðurnar Bandcamp.com og Soundcloud með öll lykilorðin tengd við hverja síðu. Hann tók skýrt fram á hverri síðu hver hafði samið lagið við auglýsinguna og link inn á heimasíðuna sína. Síðan ráðfærði ég honum að breyta metadata upplýsingunum inn á heimasíðunni sinni þannig að ef einhver skyldi leita af lykilorðum eins og motorola xoom ad music þá mundi siðan hans koma upp í þannig leitum, þ.e.a.s eftir youtube, vimeo, bandcamp og soundcloud. Ég resubmittaði einnig veftréinu hans á ný inn á Google svo að ný útgáfa af vefsíðunni hans væri skráð inn.
Á mánudaginn setti hann lagið til sölu inn á bandcamp.com og síðast þegar ég heyrði frá honum þá hafði hátt í 100 manns keypt lagið af honum, og þar af leiðandi skoðað aðra tónlist sem hann hefur samið í leiðinni. Lagið fékk líka svakalega mikla athygli inn á youtube en það komst í 10. sæti í Bretlandi yfir þau vinsælustu á síðunni í gær.
Saman spennist þetta upp í stóra herferð sem má einungis kalla super-markaðsetning. 22000% auking varð á traffík á heimasíðu hans, biggihilmars.com vegna auglýsingarinnar.
Undirbúningurinn við gerð lykilorðana, uppfærslu á heimasíðunni og breytingar á metadata upplýsingum voru lykilatriði til þess að koma myndbandinu á framfæri svo að sem flestir hefðu aðgang af efninu með nokkrum einföldum lykilorðum eftir að hafa heyrt það í sjónvarpi.
RF Miðlun - Markaðssetning á netinu og veflausnir fyrir ferðaþjónustu
Færsluflokkar
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- RF Miðlun - Markaðssetning á netinu og veflausnir fyrir ferðaþjónustu RF Miðlun - Markaðssetning á netinu og veflausnir fyrir ferðaþjónustu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.