Leita í fréttum mbl.is

Hver er besti dagur vikunnar til að auglýsa á netinu?

Stutta svarið er: miðvikudagur.

Langa svarið er: fer eftir markhóp.

Í lok árs 2010 þá gaf Bizo út frábært graffískt minnisblað titlað „The Best Days to Advertise to Business Professionals“. Með því að greina auglýsingarherferðir birtar 85 milljónum fag-einstaklingum fundu þeir út að mismunandi dagar vikunar væri árangursríkari en aðrir og bestu daganir til að auglýsa fari mjög eftir atvinnugrein þeirra markhóps sem auglýsingin væri ætluð.

Þessi rannsókn er mjög áhugaverð og þótt hún hafi verið framkvæmd sérstaklega fyrir auglýsingar á vefsíðum þá hlítur hún að eiga líka við vefpóst markaðsetningu (e. email marketing).

Annað áhugavert við þessa rannsókn er að þeir mældu niðurstöðurnar eftir viðbrögðum (þ.e, hvort lesandi geri það sem auglýsingin bað hann um, t.d eins og að skrá sig á ráðstefnu) í staðinn fyrir flest aðrar svipaðar rannsóknir sem mæla niðurstöður eftir fjölda smella eða síðu birtinga. Furðulega, þá eru laugardagar árangursríkastir fyrir fólk sem vinnur í fasteignabransum og sunnudagur fyrir fólk sem rekur lítil fyrirtæki. Burt frá séð innan hvaða atvinnugreinar, þá eru mánudagar og föstudagar verstu dagar vinnuvikunnar til að auglýsa á, eins og kannski mörgum hafði grunað. Allar niðurstöðurnar úr rannsókninni eru birtar hér.

Aðalatriði mun hinsvegar ekki breytast: til þess að fá sem mest út úr markaðsetningu á netinu þá þarf innihald auglýsingarinnar og afhendingartímar að vera skiptir og beindnir að mismunandi hópum inn í hverjum markhóp. Til þess að mæla árangur auglýsinga á netinu, þá er mikilvægt að hafa réttu mælingartólin.

RF Miðlun - Markaðssetning á netinu og veflausnir fyrir ferðaþjónustu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnar Ægir Fjölnisson
Ragnar Ægir Fjölnisson
Ragnar Fjölnisson útskrifaðist frá SAE tækniháskólanum í Glasgow árið 2010 og er eigandi RF Miðlun. Ragnar sérhæfir sig í veflausnum fyrir ferðaþjónustufyrirtæki.

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband