Leita í fréttum mbl.is

Hvernig Charlie Sheen fær borgað fyrir að vera á Twitter

Charlie Sheen æðið er að ná hámarki. Ótrúlegt hvernig einn maður getur fengið svona mikla umfjöllun fyrir að vera,….. það sem hann er.  En ofan á það að vera einn best launaðist leikarinn í Bandaríkjunum, þá fær Charlie Sheen líka borgað fyrir að vera á Twitter.

Sheen gerði samning with Ad.ly, fjölmiðlafyrirtæki í Los Angeles. Ad.ly sérhæfa sig í að finna fræga einstaklinga til þess að senda inn Twitter skilaboð um vörur og vörumerki til þess að auka sýnileika þeirra á netinu. Fyrirtæki á borð við Toyota, Hyatt og Microsoft eru sögð hafa nýtt sér þjónustu ad.ly á einn eða annan hátt síðustu ár. Sheen er sennilega „frægasti“ einstaklingurinn til að gera svona samning en aðrar persónur á borð við Kim Kardashian og Lauren Conrad hafa fengið greitt fyrir að tala um vörumerki og vörur í gegnum bæði Twitter og Facebook síðurnar sínar.

Meira en 2 milljónir einstaklinga fylgjast með Charlie Sheen á Twitter en hugmyndin er sú að hann eigi að setja inn tengla í Twitter skilaboðunum sínum sem benda á hátt sett vörumerki. Ad.ly hafa hinsvegar játað að það þýðir lítið fyrir stjörnur að setja inn tengil fyrir hvaða vöru sem er, og helst þurfi að vera einhverskonar tengsl á milli vörunnar og einstaklingsins sem að fær borgað fyrir að senda twitter skilaboð um hana. Hver vill samt í alvörunni að Charlie Sheen auglýsi vörurnar sínar? (nokkrir ósiðlegar/ólöglegar vörur koma til hugar).

Toyota játaði fyrr á árinu að hafa borgað rapparnum Snoop Dogg fyrir að senda Twitter skilaboð um Sienne sendiferðabílinn í ársbyrjun 2010, í þeim tilgangi að bæta ímynd sendiferðabíla á bandaríska markaðinum.

Hvenær ætli Gillznegger verði byrjaður að senda inn kostuð Facebook skilaboð?

Jafn fáránlegt eins og þetta er, þá gengur nútíma markaðsetning akkurat út svona aðferðafræði.

Og þetta er bara byrjunin.

Þetta á eftir að versna.

Ég er ekki að djóka með Gillznegger. Hvað er öðruvísi við að láta hann setja inn Facebook/Twitter status um nýjustu tilboðin hjá Símanum eins og að framleiða sjónvarpsauglýsingu með honum í aðalhlutverki? Nákvæmlega ekki neitt, nema Síminn á eftir að spara sér nokkrar milljónir. Hver veit, kannski er Facebook/Twitter aðferðin mun árangursríkari heldur en sjónvarpsauglýsingar.

Nú skilja einhverjir heimsendaspá Andra Snærs, á meðan markaðstjórar íslensku símafyrirtækjana brosa sínu breiðasta.

Áfram Charlie Sheen. Án hans mundi ég ekki kunna þýsku (Deutsch dubbed Two and a Half Man er tær snild).

RF Miðlun - Markaðssetning á netinu og veflausnir fyrir ferðaþjónustu 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnar Ægir Fjölnisson
Ragnar Ægir Fjölnisson
Ragnar Fjölnisson útskrifaðist frá SAE tækniháskólanum í Glasgow árið 2010 og er eigandi RF Miðlun. Ragnar sérhæfir sig í veflausnum fyrir ferðaþjónustufyrirtæki.

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband