Leita í fréttum mbl.is

Bændurnir í Suðursveit

Ég er búinn að vera heppinn að fá að fylgjast náið með hvernig ferðaþjónustu- og menningariðnaðurinn hefur þróast síðastliðin ár á Íslandi, þá sérstaklega í Suðursveit í Austur-Skaftafellssýslu þar sem ég er uppalinn. Það má segja að þrautseigja þeirra fyrirtækja á svæðinu hafi veitt mér mikinn innblástur sem barni og ungling,  og enn frekar núna í seinni tíð þegar ég átta mig á því hvað rekstraraðstæður í íslensku dreifbýli eru erfiðar, og hvernig eintóm þrjóska og ofvitaskapur er stundum nauðsynlegur til  ávinnings.

Flestir sjá fólkið á svæðum eins og í Suðursveit sem ferðaþjónustubændur. Og það er ekkert að því. Ég mundi vera stoltur ef ég væri kallaður ferðaþjónustubóndi (ég er allaveganna stoltur sonur ferðaþjónustubónda). En ég sé hinsvegar mun meira en það. Ég sé hina sönnu skapandi stétt.

Ferðaþjónustubændur eru sérfræðingar í margs konar fjölbreytileika og nýsköpun. Ferðaþjónustubændur byggja tilveru sína á frumleika og sköpunargáfu og eru sérfræðingar í þekkingariðnaðinum. Þeir skapa efnahagsleg og samfélagsleg verðmæti í óhefðbundnu umhverfi, á meðan margir berjast allt sitt líf að búa til efnahagsleg verðmæti í hefðbundu umhverfi en komast ekkert áfram.

Útfrá þessum viðmiðum hóf ég mína athafnamennsku eftir að ég útskrifaðist úr SAE tækniháskólanum í Glasgow í lok árs 2010. Markmiðið var einfalt: að koma á fót sniðugum veffyrirtækjum sem væri óháð staðsetningu og gengu út á sömu skapandi gildi sem nútíma ferðaþjónustubændur starfa útfrá.

Og svo fóru hlutirnir í gang.

RFMastering.com var það fyrsta, en þar býð ég upp á hljóðvinnslu fyrir lítil útgáfufyrirtæki í gegnum netið.

Wishlist.is var það seinna, þar sem viðskiptavinum er boðið upp á að panta H&M föt til Íslands í gegnum netið.

RFMiðlun.is var það þriðja, fyrirtæki sem býður upp á  veflausnir fyrir ferðaþjónustufyrirtæki, þá sérstaklega gagnvart markaðsetningu á leitarvélum og sýnileika á netinu.

IcelandTravelBlog verður það fjórða, ferðasamfélagssíða sem býður upp á óháð meðmæli og greinar fyrir erlenda ferðamenn á Ísland.

Þessi fjögur batterí gefa mér tækifæri til að ferðast um heiminn og vinna mína vinnu. Þau eru algjörlega óháð landfræðilegum staðsetningum. Þýðir það að ég geti núna flutt heim til Suðursveitar? Kannski. Það er allaveganna ekkert sem stoppar mig. Hinsvegar er áframhaldandi háskólamenntun mér mjög mikilvæg.

Því miður er erfitt er að segja til um hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir íslensk dreifbýli. Í dag njóta sumir íbúar Suðursveitar hröðustu og öflugustu ljósleiðaratengingu landsins en á sama tíma er enginn grunnskóli og takmörkuð grunnþjónusta. Þrátt fyrir að bjóða upp á margt eftirsóknavert er erfitt að laða að nýtt fólk, m.a. vegna lítillar fjölbreytni, bæði hvað varðar mannlíf og atvinnu.

Ég mun hinsvegar halda áfram og reyna að lifa mínu athafnalífi útfrá sömu gildum og ferðaþjónustubændurnir í Suðursveit. Tækifærin eru óteljandi, sama hvar maður er staðsettur. Frjóar hugmyndir geta sprottið upp í dreifbýli og í þéttbýli. Lykilinn er að nýta sköpun, þekkingu og hæfileika einstaklinga, og kunna að temja þrjóskuna. Þannig liggja allar leiðir til Suðursveitar.

RF Miðlun - Markaðssetning á netinu og veflausnir fyrir ferðaþjónustu 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnar Ægir Fjölnisson
Ragnar Ægir Fjölnisson
Ragnar Fjölnisson útskrifaðist frá SAE tækniháskólanum í Glasgow árið 2010 og er eigandi RF Miðlun. Ragnar sérhæfir sig í veflausnum fyrir ferðaþjónustufyrirtæki.

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband