Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011
14.3.2011 | 17:21
Ný þjónusta – Samkeppnisgreining og Google Adwords Ráðgjöf
Í dag setjum við í gang tvær nýjar þjónustur innan Markaðsetningar á Leitarvélum flokksins. Það er Samkeppnisgreining og Google AdWords ráðgjöf.
Samkeppnisgreining er ætluð fyrir ferðaþjónustufyrirtæki sem vilja nýta sér velgengni helstu samkeppnisaðila sinna á leitarvélum. Ef að samkeppnisaðilarnir þínir eru ofarlega í leitarniðurstöðum fyrir vinsæl leitarorð eru ágætis líkur á því að þeir hafi eytt dágóðum tíma og fjarmagni í að komast i þá stöðu. Þeirra aðferðarfræði er greinilega að virka og þú getur nýtt þér upplýsingar um þeirra stefnumótun gagnvart leitarvélum til þess að bæta stöðu vefsíðunnar þinnar. Verð 21.990 kr.
Google AdWords ráðgjöf er ætluð fyrirtækjum sem að vilja ná betri árangri á Google AdWords auglýsingarkerfinu. Ég er búin að vera í sambandi við mikið af fyrirtækjaeigendum síðustu vikur sem eru að nýta sér Google auglýsingarkerfið en margir þeirra eru ekki að ná þeim árangri sem þeir vonuðust eftir. Algengasta vandamálið er að fólk er að einbeita sér að orðum sem eru með mikla samkeppni, kosta því meira per klikkið en skila yfirleitt litlum árangri. Kostaðar auglýsingar eru sniðugara að vissu leiti en ég lýt aðalega á þær sem árangursríka skammtímalausn. Það þarf samt að grafa svoldið djúpt til þess að þær séu peningsins virði. Lykillinn er að velja ódýr og sérhæfð orð sem að virka fyrst og fremst fyrir leitendur. Með því að greina gagnagrunn stærstu leitarvélanna er hægt að velja ódýr lykilorð ($0.10-$0.30 per klikk) sem eru jafnvel árangursríkari en þau dýru ($0.70 $1.80 per klikk), m.a útaf minni samkeppni. Verð 11.990 kr.
Ég vill bjóða upp á sanngjörn verð og skv. mínum rannsóknum er þetta töluvert ódýrara en það sem önnur markaðsfyrirtæki bjóða upp á. Ég hef ekki áhuga á að misnota viðskiptavini og rukka háar mánaðarlegar upphæðir fyrir sérhæfða þjónustu sem slíka.
Ég trúi á sjálfbærni í nútíma markaðsetningu ég vill aðstoða og leiðbeina viðskiptavinum mínum hvernig á að nota þau nútíma markaðsetningartól sem eru í boði á netinu í dag svo þeir geta orðið sjálfbærir í sínum markaðsetningarmálum.
Fyrir þá sem vilja komast lengra á leitarvélum bjóðum við upp á Ofur Leitarvélabestun pakkann sem inniheldur allri okkar Markaðsetningar á Leitarvélum þjónustu á 25% afslátti.
Hafið samband í gegnum síðuna, í gegnum email ragnar@rfmidlun.is eða í síma 499 0844 fyrir frekari upplýsingar.
RF Miðlun - Markaðssetning á netinu og veflausnir fyrir ferðaþjónustu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2011 | 17:18
Bændurnir í Suðursveit
Ég er búinn að vera heppinn að fá að fylgjast náið með hvernig ferðaþjónustu- og menningariðnaðurinn hefur þróast síðastliðin ár á Íslandi, þá sérstaklega í Suðursveit í Austur-Skaftafellssýslu þar sem ég er uppalinn. Það má segja að þrautseigja þeirra fyrirtækja á svæðinu hafi veitt mér mikinn innblástur sem barni og ungling, og enn frekar núna í seinni tíð þegar ég átta mig á því hvað rekstraraðstæður í íslensku dreifbýli eru erfiðar, og hvernig eintóm þrjóska og ofvitaskapur er stundum nauðsynlegur til ávinnings.
Flestir sjá fólkið á svæðum eins og í Suðursveit sem ferðaþjónustubændur. Og það er ekkert að því. Ég mundi vera stoltur ef ég væri kallaður ferðaþjónustubóndi (ég er allaveganna stoltur sonur ferðaþjónustubónda). En ég sé hinsvegar mun meira en það. Ég sé hina sönnu skapandi stétt.
Ferðaþjónustubændur eru sérfræðingar í margs konar fjölbreytileika og nýsköpun. Ferðaþjónustubændur byggja tilveru sína á frumleika og sköpunargáfu og eru sérfræðingar í þekkingariðnaðinum. Þeir skapa efnahagsleg og samfélagsleg verðmæti í óhefðbundnu umhverfi, á meðan margir berjast allt sitt líf að búa til efnahagsleg verðmæti í hefðbundu umhverfi en komast ekkert áfram.
Útfrá þessum viðmiðum hóf ég mína athafnamennsku eftir að ég útskrifaðist úr SAE tækniháskólanum í Glasgow í lok árs 2010. Markmiðið var einfalt: að koma á fót sniðugum veffyrirtækjum sem væri óháð staðsetningu og gengu út á sömu skapandi gildi sem nútíma ferðaþjónustubændur starfa útfrá.
Og svo fóru hlutirnir í gang.
RFMastering.com var það fyrsta, en þar býð ég upp á hljóðvinnslu fyrir lítil útgáfufyrirtæki í gegnum netið.
Wishlist.is var það seinna, þar sem viðskiptavinum er boðið upp á að panta H&M föt til Íslands í gegnum netið.
RFMiðlun.is var það þriðja, fyrirtæki sem býður upp á veflausnir fyrir ferðaþjónustufyrirtæki, þá sérstaklega gagnvart markaðsetningu á leitarvélum og sýnileika á netinu.
IcelandTravelBlog verður það fjórða, ferðasamfélagssíða sem býður upp á óháð meðmæli og greinar fyrir erlenda ferðamenn á Ísland.
Þessi fjögur batterí gefa mér tækifæri til að ferðast um heiminn og vinna mína vinnu. Þau eru algjörlega óháð landfræðilegum staðsetningum. Þýðir það að ég geti núna flutt heim til Suðursveitar? Kannski. Það er allaveganna ekkert sem stoppar mig. Hinsvegar er áframhaldandi háskólamenntun mér mjög mikilvæg.
Því miður er erfitt er að segja til um hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir íslensk dreifbýli. Í dag njóta sumir íbúar Suðursveitar hröðustu og öflugustu ljósleiðaratengingu landsins en á sama tíma er enginn grunnskóli og takmörkuð grunnþjónusta. Þrátt fyrir að bjóða upp á margt eftirsóknavert er erfitt að laða að nýtt fólk, m.a. vegna lítillar fjölbreytni, bæði hvað varðar mannlíf og atvinnu.
Ég mun hinsvegar halda áfram og reyna að lifa mínu athafnalífi útfrá sömu gildum og ferðaþjónustubændurnir í Suðursveit. Tækifærin eru óteljandi, sama hvar maður er staðsettur. Frjóar hugmyndir geta sprottið upp í dreifbýli og í þéttbýli. Lykilinn er að nýta sköpun, þekkingu og hæfileika einstaklinga, og kunna að temja þrjóskuna. Þannig liggja allar leiðir til Suðursveitar.
RF Miðlun - Markaðssetning á netinu og veflausnir fyrir ferðaþjónustu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2011 | 17:18
Hvernig Charlie Sheen fær borgað fyrir að vera á Twitter
Charlie Sheen æðið er að ná hámarki. Ótrúlegt hvernig einn maður getur fengið svona mikla umfjöllun fyrir að vera, .. það sem hann er. En ofan á það að vera einn best launaðist leikarinn í Bandaríkjunum, þá fær Charlie Sheen líka borgað fyrir að vera á Twitter.
Sheen gerði samning with Ad.ly, fjölmiðlafyrirtæki í Los Angeles. Ad.ly sérhæfa sig í að finna fræga einstaklinga til þess að senda inn Twitter skilaboð um vörur og vörumerki til þess að auka sýnileika þeirra á netinu. Fyrirtæki á borð við Toyota, Hyatt og Microsoft eru sögð hafa nýtt sér þjónustu ad.ly á einn eða annan hátt síðustu ár. Sheen er sennilega frægasti einstaklingurinn til að gera svona samning en aðrar persónur á borð við Kim Kardashian og Lauren Conrad hafa fengið greitt fyrir að tala um vörumerki og vörur í gegnum bæði Twitter og Facebook síðurnar sínar.
Meira en 2 milljónir einstaklinga fylgjast með Charlie Sheen á Twitter en hugmyndin er sú að hann eigi að setja inn tengla í Twitter skilaboðunum sínum sem benda á hátt sett vörumerki. Ad.ly hafa hinsvegar játað að það þýðir lítið fyrir stjörnur að setja inn tengil fyrir hvaða vöru sem er, og helst þurfi að vera einhverskonar tengsl á milli vörunnar og einstaklingsins sem að fær borgað fyrir að senda twitter skilaboð um hana. Hver vill samt í alvörunni að Charlie Sheen auglýsi vörurnar sínar? (nokkrir ósiðlegar/ólöglegar vörur koma til hugar).
Toyota játaði fyrr á árinu að hafa borgað rapparnum Snoop Dogg fyrir að senda Twitter skilaboð um Sienne sendiferðabílinn í ársbyrjun 2010, í þeim tilgangi að bæta ímynd sendiferðabíla á bandaríska markaðinum.
Hvenær ætli Gillznegger verði byrjaður að senda inn kostuð Facebook skilaboð?
Jafn fáránlegt eins og þetta er, þá gengur nútíma markaðsetning akkurat út svona aðferðafræði.
Og þetta er bara byrjunin.
Þetta á eftir að versna.
Ég er ekki að djóka með Gillznegger. Hvað er öðruvísi við að láta hann setja inn Facebook/Twitter status um nýjustu tilboðin hjá Símanum eins og að framleiða sjónvarpsauglýsingu með honum í aðalhlutverki? Nákvæmlega ekki neitt, nema Síminn á eftir að spara sér nokkrar milljónir. Hver veit, kannski er Facebook/Twitter aðferðin mun árangursríkari heldur en sjónvarpsauglýsingar.
Nú skilja einhverjir heimsendaspá Andra Snærs, á meðan markaðstjórar íslensku símafyrirtækjana brosa sínu breiðasta.
Áfram Charlie Sheen. Án hans mundi ég ekki kunna þýsku (Deutsch dubbed Two and a Half Man er tær snild).
RF Miðlun - Markaðssetning á netinu og veflausnir fyrir ferðaþjónustu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2011 | 17:17
Hver er besti dagur vikunnar til að auglýsa á netinu?
Stutta svarið er: miðvikudagur.
Langa svarið er: fer eftir markhóp.
Í lok árs 2010 þá gaf Bizo út frábært graffískt minnisblað titlað The Best Days to Advertise to Business Professionals. Með því að greina auglýsingarherferðir birtar 85 milljónum fag-einstaklingum fundu þeir út að mismunandi dagar vikunar væri árangursríkari en aðrir og bestu daganir til að auglýsa fari mjög eftir atvinnugrein þeirra markhóps sem auglýsingin væri ætluð.
Þessi rannsókn er mjög áhugaverð og þótt hún hafi verið framkvæmd sérstaklega fyrir auglýsingar á vefsíðum þá hlítur hún að eiga líka við vefpóst markaðsetningu (e. email marketing).
Annað áhugavert við þessa rannsókn er að þeir mældu niðurstöðurnar eftir viðbrögðum (þ.e, hvort lesandi geri það sem auglýsingin bað hann um, t.d eins og að skrá sig á ráðstefnu) í staðinn fyrir flest aðrar svipaðar rannsóknir sem mæla niðurstöður eftir fjölda smella eða síðu birtinga. Furðulega, þá eru laugardagar árangursríkastir fyrir fólk sem vinnur í fasteignabransum og sunnudagur fyrir fólk sem rekur lítil fyrirtæki. Burt frá séð innan hvaða atvinnugreinar, þá eru mánudagar og föstudagar verstu dagar vinnuvikunnar til að auglýsa á, eins og kannski mörgum hafði grunað. Allar niðurstöðurnar úr rannsókninni eru birtar hér.
Aðalatriði mun hinsvegar ekki breytast: til þess að fá sem mest út úr markaðsetningu á netinu þá þarf innihald auglýsingarinnar og afhendingartímar að vera skiptir og beindnir að mismunandi hópum inn í hverjum markhóp. Til þess að mæla árangur auglýsinga á netinu, þá er mikilvægt að hafa réttu mælingartólin.
RF Miðlun - Markaðssetning á netinu og veflausnir fyrir ferðaþjónustu
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2011 | 17:16
Super Bowl auglýsingin
Síðastliðinn laugardag hafði Birgir Hilmarsson tónlistarmaður samband við mig vegna ráðgjöfunar til leitarvélarbestunar. Birgir, sem hefur lengst unnið með íslensku hljómsveitinni Ampop, sérhæfir sig í gerð tónlistar fyrir auglýsingar í sjónvarpi og útvarpi. Hann hefur samið tónlist fyrir fjölda auglýsinga sem hafa verið sýnd út um allan heim, þ.á.m auglýsingar fyrir IKEA, Nike og Toyota. Nýlega valdi tæknirisinn Motorola eitt af verkum hans til fylgdar auglýsingu fyrir Motorla Zoom Android spjald tölvuna en sú auglýsing var frumdsýnd á meðan úrslitaleikurinn í Bandarísku ruðningsdeildinni (NFL Super Bowl) stóð yfir. Super Bowl er einn vinsælasti sjónvarpsviðburðurinn í Bandaríkjunum og áætlað er að yfir 105 milljónir manna hafi séð auglýsingunum sem prýddi laginu hans Bigga.
Þetta svakalega tækifæri bauð upp allskonar skemmtilega sóknarmöguleika fyrir Birgir til að ná til bandarískra auglýsingastofa og tónlistarneytanda. Ég ráðlagði honum hvaða leitarorð og leitarorðasamsetningar væru líklegastar til þess að verða sláðar inn á leitarvélar eins og Google eftir að fólk hafði séð auglýsinguna, þ.á.m leitir af uppruna lagsins sem notað var í auglýsingunni. Saman útbjuggum við lista yfir hugsanleg lykilorð:
* motorola xoom* motorola xoom commercial* motorola xoom ad* motorola advert* motorola xoom ad music* motorola xoom music* motorola xoom track* motorola xoom song* motorola xoom android tablet* superbowl* superbowl commercial* superbowl song* superbowl track* superbowl music* superbowl ad* superbowl advertisement* biggi* hilmars* biggis waltz* biggi waltz* ponds* icelandic music* icelandic* ad music* xoom track* xoom music* xoom ad* xoom commercial* xoom song
Í kjölfarið setti hann auglýsinguna inn á myndbandsíðurnar YouTube og Vimeo og inn á tónlistarsíðurnar Bandcamp.com og Soundcloud með öll lykilorðin tengd við hverja síðu. Hann tók skýrt fram á hverri síðu hver hafði samið lagið við auglýsinguna og link inn á heimasíðuna sína. Síðan ráðfærði ég honum að breyta metadata upplýsingunum inn á heimasíðunni sinni þannig að ef einhver skyldi leita af lykilorðum eins og motorola xoom ad music þá mundi siðan hans koma upp í þannig leitum, þ.e.a.s eftir youtube, vimeo, bandcamp og soundcloud. Ég resubmittaði einnig veftréinu hans á ný inn á Google svo að ný útgáfa af vefsíðunni hans væri skráð inn.
Á mánudaginn setti hann lagið til sölu inn á bandcamp.com og síðast þegar ég heyrði frá honum þá hafði hátt í 100 manns keypt lagið af honum, og þar af leiðandi skoðað aðra tónlist sem hann hefur samið í leiðinni. Lagið fékk líka svakalega mikla athygli inn á youtube en það komst í 10. sæti í Bretlandi yfir þau vinsælustu á síðunni í gær.
Saman spennist þetta upp í stóra herferð sem má einungis kalla super-markaðsetning. 22000% auking varð á traffík á heimasíðu hans, biggihilmars.com vegna auglýsingarinnar.
Undirbúningurinn við gerð lykilorðana, uppfærslu á heimasíðunni og breytingar á metadata upplýsingum voru lykilatriði til þess að koma myndbandinu á framfæri svo að sem flestir hefðu aðgang af efninu með nokkrum einföldum lykilorðum eftir að hafa heyrt það í sjónvarpi.
RF Miðlun - Markaðssetning á netinu og veflausnir fyrir ferðaþjónustu
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2011 | 17:15
Upphafið af RF Miðlun
Hugmyndin að RF Miðlun kviknaði seint á árinu 2010 á ferðalagi um Íslands, nánar tiltekið á Suðurlandi. Suðurlandið nýtur mikilla vinsælda meðal erlenda ferðamanna m.a. vegna fjölda þekktra örnefna og vinsæla ferðamannastaða. Það er fjöldi gististaða á svæðinu sem bjóða upp á fjölbreyttar aðstæður fyrir ferðamenn en það sem kom mér mest á óvart var hversu erfitt var að finna staðina á rafrænan hátt. Eftir að hafa heimsótt ferðamannasvæði staðsett í Skotlandi, Þýskalandi, Króatíu og Ítalíu þá hef ég treyst á svokallaða snjallsíma (e. smartphones) til að lýsa mér leið í gegnum landið. Slíkir símar eru tengdir við 3G Internet og ferðamenn geta því nálgast upplýsingar um hvar þeir eru, hvað þar er að sjá og hvað það kostar.
Mér til mikilla undrunar þá var alls ekki jafn einfalt að nálgast rafrænar upplýsingar á Íslandi eins og í öðrum löndum í Evrópu. Það var svolítið eins og það væri búið að leggja minni áherslu á rafrænar upplýsingar heldur en prentað efni. Bæklingar, kort og upplýsingaskilti eru mjög algeng um allt Ísland og oft er innihald slíkt efnis mjög vandað. Þannig efni á einnig heima á veraldarvefnum. Það er ódýrara að hýsa þar, fleiri hafa aðgang af því (bæði fyrir ferðalagið sitt, á meðan því stendur, og á eftir) og það er einfaldara að uppfæra efnið ef svo til koma skal. Þegar málið var nánar skoðað á hefðbundni tölvu, þá voru heimasíður þeirra fyrirtækja sem buðu upp á gistingu eða afþreyingu á þessu svæði (ásamt öðrum svæðum á landinu) afar frumstæðar. Sumar þeirra buðu einungis upp á val um 1 tungumál (annahvort bara ensku eða íslensku), aðrar höfðu ekki verið uppfærðar frá 2004 og sumar höfðu litlar sem engar gagnlegar upplýsingar upp á að bjóða (t.d um kostnað, staðsetingu, og fleira). Að sjálfsögðu voru sumar heimasíður mjög vandaðar en það voru síður sem að ég hafði rekist á í snjallsímanum mínum á meðan ferðalagi mínu stóð, og það voru þeir staðir sem ég endaði með að heimsækja.
Vandaðar heimasíður skila betri árangri fyrir fyrirtæki. Eins og staðan er 2011, þá er mikil umfjöllun og umræða um mikilvægi Internetsins sem markaðsetningartól. Sum fyrirtæki standa mjög framarlega þegar kemur að sinni vefsíðu og fyrir það fá þau samkeppnisforskot, því vel hannaðar vefsíður með vönduðu innihaldi á fjölda tungumála koma ofarlegra upp í leitarvélum og á ferðasamfélagsvefum. Þau fyrirtæki sem bjóða upp á takmarkaða heimasíðu ná einungis til takmarkaðans markhóps og því er Internetið sem markaðsetningartól gagnlaust ef að vefsíðan er ekki vönduð til að byrja með.
RF Miðlun - Markaðssetning á netinu og veflausnir fyrir ferðaþjónustu
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2011 | 17:13
Halló Heimur
Leitarvélabestun er lógísk leið til þess að ná betri árangri á netinu. Ég vill hjálpa fyrirtækinu þínu að skilja hvernig vefsíðan þín getur orðið mikilvægasti tengiliðurinn á milli þín og viðskiptavina þinna.
Saman getum við náð settum markmiðum, auka streymi ferðafólks til þjónustunnar þinna á ódýran og markvissan hátt. Við erum að tala um langtímalausn.
Hafðu samband á ragnar@rfmidlun.is
RF Miðlun - Markaðssetning á netinu og veflausnir fyrir ferðaþjónustu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- RF Miðlun - Markaðssetning á netinu og veflausnir fyrir ferðaþjónustu RF Miðlun - Markaðssetning á netinu og veflausnir fyrir ferðaþjónustu